Sterk hefð & stafræn framtíð

H. Hauksson ehf. er rótgróið íslenskt fyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í sölu á byggingavörum, vélum, girðingarefnum og timbri fyrir byggingariðnað, landbúnað og iðnaðarmenn. Vefsíðan hhauksson.is var þróuð sem stafræn kynningar- og samskiptalausn sem gerir viðskiptavinum kleift að kynna sér vöruframboðið með einföldum og aðgengilegum hætti.

mockup

Ný nálgun, sama markmið

Fyrirtækið hafði áður haft einfaldan vef og reynt sjálft að endurbæta hann með nýrri uppsetningu. Þær tilraunir reyndust þó bæði tímafrekar og flóknar í framkvæmd. Við tókum verkefnið við frá þeim tímapunkti, hófum þróunina frá grunni og héldum í upprunalega hugmyndina um skýra uppbyggingu og notendavænt flæði. Lausnin sem við völdum var einföld í viðhaldi, fagleg í framsetningu og hönnuð með framtíðina í huga.

mockup

Tæknileg útfærsla

Við ákváðum að byggja vefinn á WordPress og notuðum Elementor Pro til að tryggja sveigjanleika í hönnun og viðhaldi. Með Advanced Custom Fields (ACF) settum við upp sérsniðnar vörusíður og efnislíkön sem starfsfólk H. Hauksson getur sjálft uppfært án tæknilegrar aðstoðar.

Til að móta skýrt flæði og uppbyggingu útbjuggum við veftré, sem tryggði að allar mikilvægar upplýsingar væru aðgengilegar á einfaldan og rökréttan hátt.

  • Skalanleg og auðveld í viðhaldi
  • Aðlögun fyrir síma, spjaldtölvur og skjái
  • Skýr og skilvirk notendaupplifun á vefnum

Við innleiddum Rank Math fyrir leitarvélabestun (SEO), settum upp Google Ads herferð, og bættum við Google Analytics til að mæla hegðun notenda og styðja við gagnadrifna þróun.

Wordpress logo Elementor Pro pro Acf logo Rank Math logo Google Analytics logo Google ads logo
mockup

Árangur og eftirfylgni

Nýi vefurinn hefur einfaldað upplifun viðskiptavina og gert vöruframboð H. Hauksson aðgengilegt á skilvirkan hátt. Upplýsingar eru nú auðfinnanlegar og vefurinn hefur styrkt bæði þjónustu og ímynd fyrirtækisins.

Með Google Ads herferð sem beinist að lykilvöruflokkum hefur fyrirtækið náð til stærri hóps viðskiptavina. Herferðin hefur skilað:

  • Aukinni umferð á vefinn
  • Meiri sýnileika í leitarniðurstöðum
  • Hærri vörumerkjavitund

Viðbrögð frá starfsfólki og notendum hafa verið jákvæð, og vefurinn er nú traustur grunnur fyrir áframhaldandi þróun og markaðssetningu.

stats up
©2025 Norduo. All Rights Reserved.